Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. október 2019 10:38
Magnús Már Einarsson
Samþykkt að reisa knattspyrnuhús á Selfossi og Ísafirði
Völlur í fullri stærð á Selfossi árið 2030
Selfyssingar fagna marki.
Selfyssingar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á bæjarstjórnarfundi á Selfossi í gær var samþykkt að fela framkvæmdastjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að ganga til samninga við lægstbjóðendur vegna byggingar Fjölnota íþróttahúss á íþróttasvæðinu við Engjaveg á Selfossi.

Um er að ræða hús sem verður með hálfan knattspyrnuvöll frá og með árinu 2021 og velli í fullri stærð árið 2030 þegar framkvæmdum lýkur að fullu.

Fullbyggð mun Íþróttamiðstöðin verða yfir 20.000 fermetrar að stærð og rúma meðal annars aðstöðu fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð, handbolta- og fimleikahöll, líkamsrækt, bardagaíþróttir auk aðstöðu fyrir fleiri íþróttagreinar og einnig mun hún nýtast til sýningar- og tónleikahalds. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við Íþróttamiðstöðina við Engjaveg verði að fullu lokið árið 2030.

Fyrsti áfangi Íþróttamiðstöðvarinnar sem nú var samþykkt að hefja framkvæmdir við er fjölnota íþróttahús sem er um 6.500 fermetrar að stærð og mun rúma hálfan knattspyrnuvöll, aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir, göngubraut og nýtast til sýningar- og tónleikahalds.

Þá greinir bb.is frá því að meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hafi samþykkt að farið verði í útboð á fjölnota knattspyrnuhúsi á Ísafirði.

Húsið sem nefndin lagði til að verði byggt er 50×70 metra einangrað og upphitað hús en stefnt er á að hefja byggingu á því árið 2020 og að verkinu verði lokið um áramót 2020/2021.


Athugasemdir
banner
banner