Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. október 2019 14:43
Magnús Már Einarsson
Siggi Jóns ráðinn afreksþjálfari ÍA - Ekki áfram aðstoðarþjálfari
Sigurður Jónsson.
Sigurður Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Fyrrum atvinnu og landsliðsmaðurinn Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn afreksþjálfari ÍA en félagið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Sigurður mun einnig þjálfa áfram 2. flokk ÍA í samstarfi við Elinberg Sveinsson. ÍA hefur orðið Íslandsmeistari í 2. flokki tvö ár í röð.

Sigurður hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki ÍA undanfarin tvö ár en samkvæmt yfirlýsingunni heldur hann því starfi ekki áfram.

Sigurður hafði meðal annars verið orðaður við lausar þjálfarastöður hjá Þór og Víkingi Ólafsvík í Inkasso-deildinni en nú er ljóst að hann verður áfram ÍA.

„Ég er Skagamaður, þetta er klúbburinn minn og ég er mjög stoltur að fá tækifæri til að móta þetta áhugaverða starf sem klúbburinn hefur falið mér. Ég hef mikinn metnað fyrir því að móta afreksstarf knattspyrnufélagsins til framtíðar og ég vona að fá tækifæri til þess að móta unga leikmenn sem munu skila sér inn í íslenska sem og erlenda knattspyrnu. Ég hlakka mikið til," segir Sigurður Jónsson.

Í yfirlýsingu á heimasíðu ÍA segir: „Með starfi afreksþjálfara vill KFÍA leggja enn meiri áherslu á afreksþjálfun og enginn er betur til þess fallinn að skipuleggja það starf en Sigurður Jónsson. Markmið afreksþjálfara verður að móta knattspyrnumenn framtíðarinnar og tryggja endurnýjun á meðal uppaldra leikmanna. Þá er einnig hlutverk afreksþjálfara að vinna náið með öðrum þjálfurum félagsins sem og styrkja leikmannahópinn með ungum leikmönnum,"

Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA, lýsti yfir mikilli ánægju með að búið væri að ganga frá samningi við Sigurð „Við erum rosalega ánægð með nýjan afreksþjálfara og hlökkum mikið til að sjá Sigurð móta starfið til framtíðar sem við trúum að skili sér í frábærum árangri sem og frábærum knattspyrnumönnum. Þá viljum við halda áfram þeirri vegferð sem afreksstarf okkar er á og tryggja aðkomu Sigurður að því til framtíðar. Við teljum að árangur okkar Skagamanna til lengri tíma litið mótist af afreksstarfi okkar.”
Athugasemdir
banner
banner
banner