Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. október 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elton John: Held að Watford hafi bjargað lífi mínu
Elton í góðum gír í stúkunni.
Elton í góðum gír í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Graham Taylor og Elton John.
Graham Taylor og Elton John.
Mynd: Getty Images
Tónlistarmaðurinn ástæli Elton John segir að Watford hafi mögulega bjargað lífi sínu.

Elton John var á sínum tíma eigandi og formaður Watford, en í ævisögu tónlistarmannsins kemur það fram hversu mikilvægur hluti Watford er af lífi hans.

Hann var í nánu samstarfi við Graham Taylor, besta knattspyrnustjóra í sögu Watford. Elton réði Taylor til starfa. Á fimm árum fór Taylor með Watford úr fjórðu efstu deild upp í annað sætið í efstu deild, auk þess sem hann kom liðinu í bikarúrslit.

Taylor var fyrst stjóri Watford frá 1977 til 1987 og aftur frá 1996 til 2001.

Sjá einnig:
Elton John: Taylor var mér eins og bróðir

„Ég er mjög stoltur af því sem við afrekuðum saman, en ég skulda Watford miklu meira en það sem Watford skuldar mér," segir í ævisögunni.

„Ef ég hefði ekki átt fótboltafélagið að, þá veit Guð einn hvað hefði gerst við mig. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að ég haldi að Watford hafi bjargað lífi mínu."

„Ég var stjórnarformaður á verstu árum lífs míns: árum sem einkenndust af fíkn og óhamingju, misheppnuðum samböndum, slæmum viðskiptasamningum, dómsmálum, óendanlegum óróa. Í gegnum það allt veitti Watford mér stöðuga gleði."

„Af augljósum ástæðum eru bútar af níunda áratugnum sem ég man ekkert eftir, en allir Watford leikir eru fastir í minni mínu."

„Kvöldið sem við slógum Manchester United út úr deildabikarnum, þegar við vorum enn í þriðju deild. Dagblöðin sem nenntu aldrei að skrifa um Watford kölluðu þá 'Elton John’s Rocket Men' daginn eftir."

Scott Duxbury, stjórnarformaður Watford, sagði í febrúar á þessu ári að Elton hefði stundum samband og kæmi með ábendingar um hvernig ætti að styrkja leikmannahópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner