Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. október 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amazon gerir heimildarþætti um Tottenham
Mynd: Getty Images
Tottenham er búið að staðfesta samstarf við Amazon út leiktíðina. Myndavélar tæknirisans munu því fylgja leikmönnum eftir allt tímabilið líkt og var hjá Manchester City fyrir tveimur árum.

Serían mun fjalla sérstaklega mikið um nýjan leikvang Tottenham og uppbyggingu á samstarfi við bandarísku NFL deildina.

Heimildarþáttaröðin mun bera heitið Allt eða ekkert enda er þetta gríðarlega mikilvægt tímabil fyrir Mauricio Pochettino og lærisveina hans. Þeir leita enn að sínum fyrsta stóra titli eftir að hafa tapað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í byrjun sumars.

Man City vann ensku úrvalsdeildina er myndavélar Amazon fylgdu liðinu eftir en Tottenham hefur farið illa af stað í ár og verður áhugavert að sjá hvort liðinu takist að snúa genginu við.


Athugasemdir
banner
banner
banner