Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 18. október 2019 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Matip búinn að skrifa undir hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Joel Matip er búinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við Liverpool en ekki hefur verið gefið út hversu langt samningurinn gildir.

Talið er að kamerúnski varnarmaðurinn sé nú samningsbundinn félaginu þar til í júní 2022 hið minnsta.

Matip er 28 ára og hefur verið mikilvægur hlekkur frá komu sinni á frjálsri sölu sumarið 2016.

Hann hefur spilað 105 sinnum fyrir Liverpool frá komu sinni til félagsins og hefur Jürgen Klopp oft lýst yfir furðu sinni á því að hafa fengið varnarjaxlinn frítt.

Matip missti af síðustu leikjum Liverpool vegna minniháttar meiðsla en ætti að vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Manchester United á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner