Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. október 2019 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Björgvin Stefán aftur í Leikni F. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Fáskrúðsfirði vann 2. deildina í sumar og tryggði sér þar með sæti í Inkasso-deildinni á næsta ári.

Verið er að styrkja hópinn fyrir komandi átök og er búið að staðfesta komu Björgvins Stefáns Péturssonar, sem er uppalinn hjá félaginu.

Björgvin er fæddur 1992 og var stjarna Leiknis sumarið 2015 þegar hann skoraði 12 mörk og skaut liðinu upp úr 2. deildinni.

Hann skipti yfir til ÍR og lék fyrir Breiðhyltinga síðustu tvö tímabil án þess þó að skora mikið af mörkum.

Björgvin hefur aðeins skorað 5 mörk í rúmlega 70 leikjum frá sumrinu 2015. Hann gæti þó fundið skotskóna aftur hjá sínu uppeldisfélagi.


Athugasemdir
banner