Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. október 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Batistuta í ökklaaðgerð: Vildi láta skera fótleggina af
Mynd: Getty Images
Gabriel Batistuta gerði garðinn frægan með Fiorentina í Serie A og argentínska landsliðinu á síðasta áratugi 20. aldar. Hann gjörsamlega raðaði inn mörkunum enda gríðarlega öflugur sóknarmaður og líkamlega sterkur.

Ferillinn tók gríðarlega mikið á líkamann og segist Batistuta hafa fundið fyrir ótrúlegum sársauka í ökklunum eftir að hann lagði skóna á hilluna. Hann gekkst undir aðgerð á dögunum og vonast til að geta labbað aftur eins og eðlileg manneskja eftir endurhæfingu.

„Ég var byrjaður að gráta útaf sársaukanum. Þetta var orðið það vont að ég bað lækni um að skera af mér fótleggina. Ég krafðist þess," sagði Batistuta.

„Um leið og ég hætti að spila fótbolta þá fann ég að ökklarnir mínir voru gjörsamlega í rústi. Beinin nudduðust saman, þau höfðu borið 86-87kg öll þessi ár og gátu ekki meir. Marco Van Basten lenti í sömu vandræðum og lagði skóna á hilluna 28 ára gamall.

„Það voru sumir dagar sem ég komst ekki upp úr rúminu. Ég grét af reiði og sagði við sjálfan mig að ég gæti ekki haldið áfram að lifa svona."


Batistuta hefur áður reynt að láta laga ökklana sína en án árangurs. Hann þarf að ganga í spelku í rúman mánuð og þá kemur í ljós hvort aðgerðin hafi borið tilætlaðan árangur.

„Ég hlakka til eftir 40 daga. Þá kemst ég að því hvort sársaukinn sé farinn eða ekki. Ég verð þakklátur ef ég get gengið aftur eins og eðlileg manneskja."
Athugasemdir
banner
banner
banner