Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 19. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Segja Ögmund vera að skrifa undir nýjan samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson er mikilvægur hlekkur í liði AE Larissa í efstu deild gríska boltans en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

Í Grikklandi er talað um að Ögmundur sé í samningsviðræðum við Larissa. Búist er við að hann skrifi undir þriggja ára samning von bráðar.

Ögmundur var valinn besti leikmaður Larissa fyrir frammistöðu sína á síðustu leiktíð og hefur haldið áfram að gera vel í haust. Hann er búinn að spila alla sex leiki liðsins í deildinni og hefur tvisvar verið valinn í lið umferðarinnar.

Í grískum fjölmiðlum hefur Ögmundur verið orðaður við Rangers og Kayserispor. Frá þessu greinir Íslendingavaktin.
Athugasemdir
banner
banner