Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. október 2019 21:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lewandowski jafnaði í dag met Aubameyang
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen gerði í dag 2-2 jafntefli á útivelli gegn Augsburg. Robert Lewandowski skoraði annað af mörkum Bayern en það var Alfreð Finnbogason sem kom í veg fyrir sigur Bayern með jöfnunarmarki undir lok leiks.

Lewandowski hefur byrjað leiktíðina frábærlega hjá Bayern og jafnaði með markinu í dag fjögurra ára gamalt met sem Pierre-Emerick Aubameyang setti árið 2015.

Þeir hafa nú báðir afrekað það að skora í fyrstu átta umferðum þýsku Bundesliga. Lewandowski er kominn með tólf mörk í heildina í deildinni en Aubameyang gerði átta mörk í fyrstu átta leikjum sínum með Dortmund haustið 2015.

Lewandowski getur bætt metið þegar Union Berlin kemur í heimsókn til Munchen í næstu umferð.

Roy Makaay er síðasti leikmaður Bayern Munchen til að skora í átta leikjum í röð en það gerði hann árið 2005. Lewandowski hefur alls skorað 207 mörk í 254 leikjum með Bayern.
Athugasemdir
banner
banner