banner
   mán 21. október 2019 21:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evra um leikmenn Arsenal: Kallaði þá börnin mín og þeir eru enn eins og börn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði á útivelli gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eina mark leiksins kom eftir um hálftíma leik þegar Lys Mousset skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og Juventus, var sérfræðingur í setti hjá Sky Sports sem fjallaði um leikinn á Englandi. Evra var ekki hrifinn af leikmönnum Arsenal og gagnrýndi liðið eftir leik.

„Arsenal kemur mér ekki á óvart. Ég var vanur að kalla leikmenn liðsins börnin mín fyrir tíu árum og þeir líta enn út eins og börn. Þetta er bara tilfinningin sem ég fæ þegar ég horfi á liðið. Leikmenn líta vel út en liðið lítur ekki út eins og lið sem getur unnið eitthvað."

„Þegar ég spilaði á móti Arsenal leið mér vel. Ég vissi að ég myndi vinna. Þegar Robin van Persie kom til Manchester bauð ég hann velkominn og sagði 'velkominn til félags þar sem fullorðnir menn spila'. Hann var ekki mjög hrifinn af þessum orðum fyrst en eftir einn mánuð sagði hann við mig að ég hafði haft rétt fyrir mér."

„Guendouzi spilaði í næstefstu deild í Frakklandi en hann spilaði ekki einu sinni alla leiki þar. Hann er besti miðjumaður liðsins. Ef Aubameyang eða Lacazette skora ekki þá er þetta lið í veseni,"
sagði Evra að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner