mán 21. október 2019 21:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólafur Aron í Þór (Staðfest)
Það getur greinilega allt gerst
Ólafur Aron við undirskriftina í kvöld.
Ólafur Aron við undirskriftina í kvöld.
Mynd: Thorsport
Ólafur Aron Pétursson skrifaði í kvöld undir samning við Þór í Inkasso-deildinni. Samningur Ólafs er til tveggja ára.

Aron er uppalinn hjá KA, erkifjendum Þórsara, svo það kemur eilítið á óvart að hann gangi í raðir nágrannaliðsins. Aron lék með Magna í Inkasso-deildinni seinni hluta síðustu tveggja tímabili og hjálpaði Grenvíkingum að halda sér í Inkasso-deildinni í bæði skiptin.

Aron á að baki 44 leiki með KA í deildarkeppni. Á liðinni leiktíð skoraði hann eitt mark í þremur leikjum fyrir KA í Pepsi-Max deildinni.

Aron birti í kvöld mynd á Instagram síðu sinni þar sem hann tekur í hönd Óðins Svans Óðinssonar, formanns knattspyrnudeildar Þórs. Undir myndina skrifar hann 'Það getur greinilega allt gerst'.

View this post on Instagram

Það getur greinilega allt gerst

A post shared by Ólafur Aron Pétursson (@aronpetursson) on


Athugasemdir
banner
banner