Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. október 2019 11:36
Magnús Már Einarsson
Útskýra af hverju Neymar er ekki á topp 30 í heiminum
Árið 2019 hefur verið erfitt hjá Neymar.
Árið 2019 hefur verið erfitt hjá Neymar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
France Football sem sér um Ballon d'Or verðlaunin hefur útskýrt í löngu máli af hverju Neymar, leikmaður PSG og brasilíska landsliðsins, er ekki á meðal þeirra 30 leikmanna sem koma til greina sem besti leikmaður ársins í heiminum.

Neymar hefur verið tilnefndur til verðlaunanna undanfarin átta ár en þessi 27 ára gamli leikmaður hefur átt erfitt uppdráttar á þessu ári.

France Football fer yfir árið hjá Neymar og útskýrir af hverju hann var ekki valinn. Neymar meiddist þann 23. janúar og var frá í nokkrar vikur í kjölfarið.

Hann missti meðal annars af báðum leikjunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Manchester United. PSG datt út þar en Neymar var síðar dæmdur í bann fyrir að gagnrýna störf dómara í síðari leiknum.

Neymar hrinti stuðningsmanni sem móðgaði hann eftir tap PSG í bikarúrslitum í apríl. Hann missti síðan af Copa America með brasilíska landsliðinu í sumar vegna meiðsla.

France Football bendir einnig á að sápuóperan um Neymar í sumar hafi ekki hjálpað leikmanninum en hann reyndi þá sjálfur að komast aftur til Barcelona.

Að lokum bendir France Football á að Neymar hafi enn á ný meiðst á dögunum og því hafi hann ekki gert nægilega mikið á árinu 2019 til að verðskulda að vera á 30 manna listanum.

Þeir sem koma til greina í valinu
Virgil van Dijk | Liverpool | Holland
Bernardo Silva | Manchester City | Portúgal
Heung-min Son | Tottenham | Suður-Kórea
Robert Lewandowski | Bayern Munchen | Pólland
Roberto Firmino | Liverpool | Brasilía
Cristiano Ronaldo | Juventus | Portúgal
Alisson Becker | Liverpool | Brasilía
Matthijs de Ligt | Juventus | Holland
Karim Benzema | Real Madrid | Frakkland
Georginio Wijnaldum | Liverpool | Holland
Kylian Mbappe | PSG | Frakkland
Trent Alexander-Arnold | Liverpool | England
Donny van de Beek | Ajax | Holland
Pierre-Emerick Aubameyang | Arsenal | Gabon
Marc-Andre ter Stegen | Barcelona | Þýskaland
Dusan Tadic | Ajax | Serbía
Hugo Lloris | Tottenham | Frakkland
Frenkie de Jong | Barcelona | Holland
Sergio Aguero | Manchester City | Argentína
Sadio Mane | Liverpool | Senegal
Lionel Messi | Barcelona | Argentína
Riyad Mahrez | Manchester City | Alsír
Kevin de Bruyne | Manchester City | Belgía
Kalidou Koulibaly | Napoli | Senegal
Antoine Griezmann | Barcelona | Frakkland
Mo Salah | Liverpool | Egyptaland
Eden Hazard | Real Madrid | Belgía
Marquinhos | PSG | Brasilía
Raheem Sterling | Manchester City | England
Joao Felix | Atletico Madrid | Portúgal
Athugasemdir
banner