Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. október 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Viktor á reynslu hjá Nest Sotra - Með 30 mörk í 23 leikjum
Viktor (til vinstri) í leik með Gróttu árið 2017.
Viktor (til vinstri) í leik með Gróttu árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Smári Segatta, framherji Stord í norsku D-deildinni, er þessa dagana á reynslu hjá Nest Sotra sem er í 5. sæti í norsku B-deildinni.

Viktor Smári hefur skorað 30 mörk í 23 leikjum með Stord á þessu tímabili en liðið er í 6. sæti í sínum riðli.

Hann er einn af þremur leikmönnum sem eru tilnefndir sem leikmaður ársins í deildinni.

Í síðustu viku skoraði Viktor tvö mörk í æfingaleik gegn aðalliði Brann.

Viktor hefur leikið með Haukum, ÍR, Gróttu og Þrótti Vogum á Íslandi en hann hefur skorað 36 mörk í 114 leikjum í næstefstu og þriðju efstu deild á Íslandi.

2017 og 2018 hjálpaði hann Stord í fallbaráttu undir lok tímabilsins en samtals hefur hann skorað 46 mörk í 40 leikjum með liðinu í heildina.
Athugasemdir
banner