banner
   mið 23. október 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
„Breytir ekki heiminum með heimskulegu myllumerki"
Mynd: Getty Images
„Mér finnst eins og það sé ekki verið að gera neitt," segir Lyle Taylor, framherji Charlton, í viðtali við The Guardian í dag þar sem hann ræðir kynþáttafordóma.

Kynþáttafordómar hafa verið mikið í umræðunni á Englandi á þessu tímabili en hinn 29 ára gamli Taylor segist sex eða sjö sinnum hafa orðið fyrir fordómum á ferli sínum í ensku neðri deildunum.

„Þetta er nánast þannig að eitthvað gerist, við tölum um það í fimm mínútur og það næsta sem þú veist er að það er búið að sópa þessu undir teppið," sagði Taylor.

„Síðan gerist þetta aftur í næstu viku og við ræðum aftur um það. Síðan komum við með heimskuleg myllumerki (hashtag) fyrir samfélagsmiða og höldum að þetta muni breyta heiminum en við breytum ekki heiminum með heimskulegu myllumerki, því miður."
Athugasemdir
banner
banner