banner
   mið 23. október 2019 10:37
Magnús Már Einarsson
Igor Bjarni Kostic að taka við Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Igor Bjarni Kostic verður næsti þjálfari Hauka samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Haukar féllu úr Inkasso-deildinni í síðasta mánuði og hafa verið í þjálfaraleit undanfarnar vikur.

Luka Kostic, faðir Igor, stýrði Haukum í síðustu fjóru umferðunum í sumar en hann tók við liðinu af Búa Vilhjálmi Guðmundssyni. Búi hafði tekið við af Kristján Ómari Björnssyni snemma á tímabilinu.

Igor Bjarni hefur þjálfað í Noregi síðan árið 2011 en undanfarin fjögur ár hefur hann starfað hjá Ull/Kisa.

Aðallið Ull/Kisa er í norsku B-deildinni en Igor hefur verið yfirmaður í akademíu félagsins og þjálfað varaliðið þar.

Igor starfaði þar áður hjá norsku félögunum Rollon og Langevag.

Igor er 36 ára gamall en hann spilaði með KR, ÍBV og Víkingi R. áður en hann lagði skóna á hilluna 22 ára vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner