Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. október 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Vonast eftir verkefni fyrir U21 eða U23 ára landslið kvenna
A-landslið kvenna fagnar marki gegn Lettum á dögunum.
A-landslið kvenna fagnar marki gegn Lettum á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á stjórnarfundi KSÍ á dögunum var rætt um hvort hægt sé að finna verkefni fyrir U21 eða U23 ára landslið kvenna, til dæmis í janúar næstkomandi.

Árið 2015 spilaði U23 ára lið Íslands æfingaleiki við Pólland en annars hafa engin verkefni verið fyrir U21 eða U23 ára lið kvenna í áraraðir.

Eftir að leikmenn verða of gamlir fyrir U19 ára landsliðið er því næsta stökk strax í A-landsliðið. Hins vegar vill KSÍ búa til verkefni fyrir U21 eða U23 ára lið.

„Það er eitthvað sem við erum með á stefnuskránni en erum að bíða eftir réttu tækifærunum og þess háttar. Það er ekkert í hendi en það er margt sem við höfum áhuga á að gera og þetta er eitt af því," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net.

Klara reiknar með því að Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, stýri U21 eða U23 ára liði Íslands ef það spilar æfingaleik. „Já, ef það færi saman með A-liðinu þá er það eitthvað sem við myndum skoða alvarlega," sagði Klara.

Sjá einnig:
Elísabet: Gefið að allar þjóðir eiga að vera með U23 ára landslið (febrúar 2018)
Athugasemdir
banner
banner
banner