Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. október 2019 17:38
Fótbolti.net
Þrír Íslendingar á lista yfir bestu nýliðana í Bandaríkjunum
Axel í leik með Gróttu fyrr á árinu.
Axel í leik með Gróttu fyrr á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír íslenskir leikmenn eru á lista yfir 100 bestu nýliða í NCAA háskóladeildinni í Bandaríkjunum.

Þetta eru þeir Stefán Ingi Sigurðarson (28. sæti), Axel Sigurðarson, (53.) og Viktor Helgi Benediktsson (87.). Allir eiga þeir leiki fyrir yngri landslið Íslands og fóru þeir til Bandaríkjanna í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA.

Listinn er settur saman af Top Drawer Soccer, sem er stærsta vefsíðan sem fjallar um háskólafótboltann í Bandaríkjunum. Sjá má listann með því að smella hér.

Stefán Ingi er framherji Breiðabliks sem spilar með Boston College og hefur staðið sig virkilega vel og skorað mikilvæg mörk á tímabilinu.

Axel Sigurðarson, sem spilaði lykilhlutverk í liði Gróttu sem fór upp í Pepsi Max deildina í sumar, er í UNC Charlotte og hefur blómstrað á sínu fyrsta tímabili í Bandaríkjunum.

Viktor Helgi Benediktsson, leikmaður Stord í Noregi, er í Villanova háskólanum í Pennsylvania og er strax kominn í stórt leiðtogahlutverk í sínu liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner