Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. október 2019 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Batshuayi tryggði sigur í Amsterdam
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Michy Batshuayi gerði gæfumuninn í hörkuleik í Amsterdam er Ajax tók á móti Chelsea.

Mikið jafnræði ríkti með liðunum sem fengu bæði góð færi áður en Batshuayi kom inn af bekknum og gerði eina mark leiksins.

Christian Pulisic kom einnig inn af bekknum á svipuðum tíma og átti hann stoðsendinguna í sigurmarkinu. Pulisic náði góðri, lágri fyrirgjöf af vinstri kanti sem Marcos Alonso hleypti í gegnum klofið á sér. Þannig barst boltinn til Batshuayi sem skoraði örugglega af stuttu færi.

Chelsea og Ajax eru saman á toppi riðilsins með sex stig. Valencia getur jafnað liðin á stigum með sigri á útivelli gegn Lille í kvöld.

Ajax 0 - 1 Chelsea
0-1 Michy Batshuayi ('86)

RB Leipzig lagði þá Zenit að velli í G-riðli. Heimamenn voru betri í leiknum en gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik, þegar Yaroslav Rakitsky skoraði með góðu skoti af 25 metra færi.

Konrad Laimer jafnaði í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Marcel Sabitzer, sem kom heimamönnum yfir skömmu síðar með geggjuðu skoti eftir fyrirgjöf frá Lukas Klostermann.

Meira var ekki skorað og er Leipzig með sex stig eftir tvær umferðir. Zenit er með fjögur stig, eins og Lyon sem heimsækir stigalaust botnlið Benfica í kvöld.

RB Leipzig 2 - 1 Zenit
0-1 Yaroslav Rakitsky ('25)
1-1 Konrad Laimer ('49)
2-1 Marcel Sabitzer ('59)
Athugasemdir
banner
banner
banner