Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. október 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Petit: Xhaka hefur enga leiðtogahæfileika
Mynd: Getty Images
Emmanuel Petit, fyrrum miðjumaður Arsenal, skilur ekki hvers vegna Granit Xhaka var valinn sem fyrirliði félagsins.

Petit gagnrýndi Arsenal eftir vandræðalegt 1-0 tap gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni og sagði að Xhaka ætti ekki að bera fyrirliðabandið.

„Getið þið ímyndað ykkur Patrick Vieira á vellinum gegn Sheffield? Hann hefði verið öskrandi á liðsfélagana til að koma þeim í gang, eitthvað sem ég hef aldrei séð hjá Xhaka," sagði Petit við Paddy Power.

„Ég sé þetta hjá Guendouzi, hann er einn af þeim fáu sem sýnir sigurvilja í hverjum einasta leik. Hann er með ljónshjarta.

„Getur einhver sagt mér í hverju Xhala er góður? Ég skil ekki hvers vegna hann er fyrirliði, hann hefur enga leiðtogahæfileika."

Athugasemdir
banner
banner