Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. október 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Erling Håland bætti met í kvöld
Mynd: Getty Images
Norski táningurinn Erling Braut Håland bætti met í Meistaradeildinni er hann skoraði tvennu í 2-3 tapi Salzburg gegn Napoli í kvöld.

Þetta var þriðji leikur Håland, sem er sonur Alf-Inge Håland fyrrum leikmanns Manchester City, í keppninni og er hann kominn með sex mörk. Håland skoraði þrennu gegn Genk og eitt gegn Liverpool í fyrstu tveimur umferðunum.

Håland var lykilmaður í liði Molde þegar Salzburg keypti hann yfir til Austurríkis. Hann er kominn með 20 mörk í 13 leikjum á tímabilinu eftir að hafa gert 1 mark í 5 leikjum undir lok síðasta tímabils.

Håland er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora sex mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Til gamans má geta að þetta var fyrsta tap Salzburg á heimavelli síðan í nóvember 2016.


Athugasemdir
banner
banner
banner