Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. október 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fimmtánda árið í röð sem Messi skorar
Mynd: Getty Images
Lionel Messi varð í kvöld fyrsti leikmaður sögunnar til að skora fimmtán ár í röð í Meistaradeildinni.

Messi kom Barcelona yfir í erfiðum leik gegn Slavia í Prag sem lauk með naumum 1-2 sigri Börsunga þökk sé sjálfsmarki á 57. mínútu.

Þrátt fyrir að vera eini jarðarbúinn til að hafa skorað 15 ár í röð í þessari merku keppni er hann ekki markahæstur frá upphafi. Cristiano Ronaldo er búinn að skora meira, eða 127 mörk í heildina. Messi er kominn með 113.


Athugasemdir
banner
banner
banner