Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. nóvember 2019 16:49
Elvar Geir Magnússon
Tryggvi Guðmunds hættir með Vængi Júpíters
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breytingar verða á þjálfarafyrirkomulagi Vængja Júpíters en áætlað er að auka tenginguna við Fjölni enn frekar.

Tryggvi Guðmundsson mun ekki halda áfram þjálfun liðsins en hann tók við liðinu fyrir ári síðan.

Undir hans stjórn endaði liðið í fjórða sæti í 3. deild í sumar en fyrir tímabilið hafði því verið spáð sjöunda sætinu.

Tryggvi er 45 ára gamall og er markahæsti leikmaður í sögu efstu deilda. Þá skoraði hann tólf mörk í 42 landsleikjum á sínum tíma. Tryggvi spilaði lengi með ÍBV og FH á Íslandi sem og erlendis með Tromsö, Örgryte og Stoke.

Tryggvi var aðstoðarþjálfari ÍBV fyrri hluta sumars 2015 en hann segist í samtali við Fótbolta.net vilja halda áfram í þjálfun næsta sumar, hvort sem það verður sem aðal- eða aðstoðarþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner