Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. nóvember 2019 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo eftir leikinn í Lúxemborg: Þetta er kartöflugarður
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins, var ekki sáttur með aðstæður í Lúxemborg eftir 0-2 sigur Portúgal í undankeppni EM í gær.

Portúgalir eru ríkjandi Evrópumeistarar og tryggðu sér sæti í lokakeppninni á næsta ári með sigrinum.

„Það er erfitt að spila á svona völlum - þetta er kartöflugarður. Ég skil ekki hvernig lið af okkar kaliber eru látin spila á svona völlum, þetta er hvorki gaman fyrir leikmenn né áhorfendur," sagði Ronaldo.

„Þetta var leiðinlegur leikur en við sinntum vinnunni okkar. Ég hlakka til að spila á mínu fimmtu Evrópumóti."
Athugasemdir
banner
banner