banner
   fim 21. nóvember 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar um Höskuld: Væri mjög gott að klára hann
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Hulda Margrét
Höskuldur Gunnlaugsson spilaði með Breiðabliki í 3-3 jafntefli gegn Val í Bose-mótinu í kvöld.

Höskuldur var á láni hjá Blikum frá Halmstad í Svþjóð síðasta sumar, en óvíst er hvort að hann verði áfram í Kópavoginum eða ekki.

„Það væri mjög gott að klára hann, en hann er samningsbundinn Halmstad. Í hinum fullkomna heimi myndi hann fara út og slá í gegn þar," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, eftir jafnteflið gegn Val í kvöld.

„Við verðum bara að bíða og sjá. Hann er það góður leikmaður að á meðan hann er að æfa og hans nýtur við, þá viljum við að hann spili 90 mínútur í hverjum leik og gleðji okkar áhorfendur."

Í 20 leikjum í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar skoraði Höskuldur sjö mörk.

Sjá einnig:
Óskar Hrafn tjáir sig um stöðuna hjá Alfons, Höskuldi og Oliver
Óskar Hrafn: Draumur í dós
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner