Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. desember 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Jakkaföt Ljungberg í hreinsun
Freddie Ljungberg.
Freddie Ljungberg.
Mynd: Getty Images
Freddi Ljungberg var gagnrýndur fyrir klæðavalið í sínum fyrsta leik sem bráðabirgðastjóri Arsenal. Sparkspekingurinn Paul Scholes vildi sjá Ljungberg klæðast jakkafötum.

„Maður hefði búist við því að hann yrði í jakkafötum til að sýna hvað hann væri stoltur yfir því að hafa fengið þetta starf," sagði Scholes.

„Að mínu mati er það góð byrjun að klæðast skyrtu og bindi. Ég held að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir Arsenal."

Ljungberg var spurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í dag og sagði kíminn að jakkafötin hans væru í hreinsun.

„Þetta gerðist allt svo snöggt! Jakkafötin voru í hreinsun og þau voru ekki klár," sagði Ljungberg.

„En án alls gríns þá hef ég horft á úrvalsdeildina og séð stjóra í íþróttagöllum, jakkafötum og peysum. Ég mun bara ákveða á leikdegi hverju ég mun klæðast."
Athugasemdir
banner
banner