Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 03. október 2005 10:51
Magnús Már Einarsson
Sex lið vilja Sigurvin
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Sex lið hafa haft samband við miðjumanninn Sigurvin Ólafsson og vilja fá hann til liðs við sig en þetta staðfesti hann við Fótbolti.net nú í dag.

Fjögur liðanna sem vilja Sigurvin eru í úrvalsdeild en tvö þeirra eru í 1.deildinni. KR ákvað að framlengja ekki samning sinn við Sigurvin í síðustu viku eftir fjögurra ára dvöl hjá liðinu.

Sigurvin sem er fyrrum leikmaður ÍBV og Fram hefur einnig leikið með Stuttgart í Þýskalandi og verður spennandi að sjá hvaða lið nær að krækja í hann.

Sjá einnig:
Hin Hliðin á Sigurvinni (Janúar 2005)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner