Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. desember 2019 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pearson sagður taka við Watford á morgun
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Nigel Pearson verður kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Watford á morgun.

Pearson stýrði Leicester í sex ár í heildina en var rekinn eftir kynlífsskandal sonar sins, sem var í unglingaliði félagsins, sumarið 2015. Claudio Ranieri tók við félaginu og gerði óvænt að Englandsmeisturum og tileinkuðu margir leikmenn Pearson titilinn, enda maðurinn sem byggði þennan hóp upp.

Eftir brottreksturinn frá Leicester hefur Pearson stýrt Derby County og OH Leuven í Belgíu en ekki gengið vel. Hann hætti hjá B-deildarliði Leuven í febrúar eftir að hafa unnið 2 af síðustu 10 leikjum liðsins. Hann skildi við liðið í næstneðsta sæti deildarinnar.

The Athletic er meðal fréttamiðla sem greina frá þessu. Þar kemur fram að Pearson fær samning út tímabilið með möguleika á eins árs framlengingu. Craig Shakespeare verður honum til aðstoðar.

Watford vermir botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, með 8 stig eftir 15 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner