Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. desember 2019 16:35
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarliðin í Manchester-slagnum: Martial byrjar
Mynd: Getty Images
Manchester City og Manchester United eigast við í nágrannaslag sem er beðið með mikilli eftirvæntingu á hverju ári.

Byrjunarliðin hafa verið staðfest og er fátt sem kemur á óvart. Fernandinho byrjar í miðverði í liði heimamanna en Josep Guardiola gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem lagði Burnley að velli í miðri viku.

John Stones kemur inn fyrir Nicolas Otamendi, sem byrjar á bekknum.

Ole Gunnar Solskjær gerir tvær breytingar á liðinu sem sigraði Tottenham á Old Trafford í vikunni.

Luke Shaw kemur inn í vinstri bakvörðinn í stað Ashley Young og er Anthony Martial búinn að ná sér og byrjar hann fremstur í stað Mason Greenwood.

Ellefu stig skilja liðin að í deildinni. City er í þriðja sæti og United í áttunda.

Man City: Ederson, Walker, Stones, Fernandinho, Angelino, Rodri, D. Silva, De Bruyne, B. Silva, Sterling, Jesus
Varamenn: Bravo, Gundogan, Mendy, Mahrez, Cancelo, Otamendi, Foden

Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Shaw, McTominay, Fred, James, Lingard, Rashford, Martial
Varamenn: Romero, Tuanzebe, Williams, Young, Pereira, Mata, Greenwood
Athugasemdir
banner
banner