Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. desember 2019 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn: Alveg möguleiki að fá tækifæri með aðalliðinu
Í leik með Fylki í sumar.
Í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjá Dortmund.
Hjá Dortmund.
Mynd: Brentford
Laga teygjuna og hárið.
Laga teygjuna og hárið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað í sumar.
Fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn í leik með U21 í október.
Kolbeinn í leik með U21 í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í baráttunni við þrjá leikmenn Víkings.
Í baráttunni við þrjá leikmenn Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í viðtali við Elvar Geir Magnússon.
Í viðtali við Elvar Geir Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í gær birtist fyrri hluti af viðtali við Kolbein Birgi Finnsson. Þar sagði hann frá fyrstu skrefunum hjá Fylki, tímanum hjá Groningen og æfingaleikjaárinu hjá Brentford.

Í þessum hluta verður forvitnast frekar um árið 2019 hjá Kolbeini.

Fannst þurfa mínútur með aðalliði
Kolbeinn var lánaður frá Brentford til Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hann lék með liðinu frá 2. umferð og út 14. umferð. Hver var hugsunin með ákvörðuninni? Tók Kolbeinn ákvörðunina sjálfur?

„Ég tók þá ákvörðun að koma heim í sumar og spila með Fylki," sagði Kolbeinn við Fótbolta.net

„Það var svo sem enginn að benda mér á að koma heim til að fá keppnisleiki en maður hafði alveg séð eða heyrt af öðrum taka svipaða ákvörðun."

„Aðallega til að fá að spila aðalliðsbolta og alvöru leiki sem mér fannst ég þurfa að gera."


Hvað heillaði við Fylkisliðið?

„Fylkisliðið var spennandi og mér fannst þetta góður tímapunktur til að spila með þeim i Pepsi. Ég var í góðu formi og með mikið sjálfstraust og sé ekki eftir því."

Hvernig gekk að komast inn í hlutina hjá Fylki? Hvar á vellinum var Kolbeinn að spila og hvernig var að spila með reynslumiklum leikmönnum?

„Mér fannst það taka mig nokkra leiki að komast almennilega í gang og ná að sýna mitt rétta andlit sem er kannski eðlilegt."

„Ég spilaði hinar og þessar stöður sem ég lærði mikið af og leikirnir snérust bara um úrslit. Maður lærði klárlega mikið af eldri mönnunum. Þeir Helgi (Valur Daníelsson) og Óli (Ólafur Ingi Skúlason) eru reyndir leikmenn og það var virkilega gaman að spila með í sumar."


Í sumar var umræða í gangi hvort Kolbeinn myndi framlengja lánstímann sinn hjá Fylki eða kallaður til Brentford. Upphaflega var lánssamningurinn til 1. júlí en Fylki tókst að framlengja út júlímánuð. Hvernig var þessi tími fyrir Kolbein á meðan verið var að semja um framlengingu?

„Það fóru nokkrir dagar í þetta mál og óþægilegt að vita ekki framhaldið."

„Mig langaði að vera mánuð í viðbót hjá Fylki og við (Kolbeinn og Fylkir) náðum því í gegn."


Bjóst ekki við að þetta yrði að veruleika
Í ágúst var tilkynnt um kaup Dortmund á Kolbeini frá Brentford. Þar æfir hann og spilar með varaliði félagsins, Dortmund II. Fyrsta spurning varðandi vistaskiptin snerist um hvenær Kolbeinn heyrði fyrst af áhuga Dortmund á sér?

„Ég hafði heyrt af einhverjum áhuga áður en ég fór í Fylki, svo kom Dortmund seint aftur inn í myndina í sumar og þá gerðust hlutirnir mjög hratt."

Hvernig var að heyra af áhuga Dortmund? Var erfitt að halda sér á jörðinni?

„Það er auðvitað gaman og eykur sjálfstraustið að heyra af áhuga svona stórs félags."

„Maður nær alveg að halda sér á jörðinni. Ég bjóst kannski ekki við því, þegar ég heyrði fyrst af áhuganum, að þetta myndi verða að veruleika."


Áhuginn kviknaði í janúar
Kolbeinn lék með Brentford B gegn Dortmund í varaliðsleik í janúar á þessu ári. Þar kviknaði áhuginn á honum, hvað var það sem heillaði Dortmund í leik hans?

„Ég spilaði við Dortmund í janúar í æfingaleik. Ég lagði mig allan fram og hljóp mikið og spilaði bara minn leik."

„Ég var ekkert að búast við að ég myndi heilla þá eitthvað sérstaklega en menn á vegum þeirra voru hrifnir af því sem ég gerði í leiknum."


Dortmund
Hvernig hefur verið að æfa og spila með Dortmund II? Hvernig er tengingin milli aðalliðsins og varaliðsins?

„Það hefur verið mjög gaman og krefjandi að spila og æfa með Dortmund, frábærir leikmenn og frábær aðstaða."

„Dortmund ll er að spila í Regionalliga West (4. efsta deild, svæðisskipt)."

„Það er kannski ekki eins mikil tenging á milli varaliðsins og aðalliðsins hér eins og var hjá Brentford en það er samt fylgst vel með öllu hér."


Fyrir áhugasama er Dortmund II í 9.- 10. sæti eftir átján umferðir í Regionalliga West.

Stefnan sett á tækifæri með aðalliðinu
Hvað er helsta markmið Kolbeins hjá félaginu? Hvernig fótbolta er lagt upp með að Dortmund II spili og hvað er helsta markmið varaliðsins?

„Það eru alveg möguleikar að fá sénsa með aðalliðinu ef þú stendur þig vel, sérstaklega á undirbúningstímabilinu. Þeir eru duglegir að gefa ungum strákum sénsa og stefnan er að fá sénsa með aðalliðinu."

„Liðið vill spila flottan fótbolta, vill halda boltanum innan liðsins. Markmiðið er að sigra leikina og stefnan sett á að komast upp um deild."


Í Þýskalandi er tæplega mánaðar vetrarfrí (frá 20. desember til 18. janúar). Þá fara fram æfingaleikir hjá aðalliði Dortmund. Hefur eitthvað verið rætt við Kolbein, á þessum tímapunkti, varðandi æfingar eða jafnvel leikmínútur á því undirbúningstímabili?

„Nei það hefur ekkert verið rætt við mig um það, ennþá að minnsta kosti."

„Ég er bara að einbeita mér að því að standa mig með varaliðinu í deildinni okkar og vonandi mun það skila sér."


Skýr stefna hjá U21 hvernig eigi að spila
Kolbeinn er lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands. Íslenska liðið hefur sigrað þrjá af fyrstu fimm landsleikjum sínum í undankeppninni fyrir EM2021. Hvernig hefur byrjunin á riðlinum verið að mati Kolbeins?

„Við höfum byrjað nokkuð vel, þetta hefur verið svolítið upp og niður en við erum með markmið um að komast áfram úr riðlinum."

„Við erum með skýra sýn hvernig við viljum spila og það er gaman að spila í svoleiðis liði þar sem allir eru á sama plani."


Að lokum hvernig metur Kolbeinn möguleika U21 á komandi ári?

„Ég tel möguleikana góða. Við erum með sterkt lið sem getur unnið öll liðin í þessum riðli," sagði Kolbeinn að lokum.

Sjá einnig:
Kolbeinn Finns: Gaman að spila á Anfield
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner