sun 08. desember 2019 12:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lögreglan í Manchester handtók 41 árs gamlan mann
Mynd: Getty Images
Lögreglan í Manchester hefur handtekið 41 árs gamlan mann sem grunaður er um að hafa verið með kynþáttaníð á grannaslag Manchester City og Manchester United á Etihad-vellinum í gær.

Marcus Rashford og Anthony Martial skoruðu fyrir Man Utd í fyrri hálfleiknum, en varnarmaðurnn Nicolas Otamendi minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lengra komst City ekki og lokatölur 2-1 fyrir United - frekar óvænt úrslit.

Kynþáttafordómar settu slæman blett á leikinn. Á 68. mínútu ætlaði Fred, miðjumaður Man Utd, að taka hornspyrnu en hlutum var þá hent í hann úr stúkunni. Einnig sést einn stuðningsmaður á myndbandi virðast gera apahljóð, sem er merki um kynþáttafordóma.

Á vef Sky Sports kemur fram að fleiri en einn leikmaður United hafi liðið eins og þeir hafi orðið fyrir kynþáttafordómum í leiknum.

City sendi frá sér yfirlýsingu strax eftir leikinn þar sem sagði að félagið væri að vinna með lögreglunni í málinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner