sun 08. desember 2019 23:00
Elvar Geir Magnússon
Jardim meðal nafna á blaði Everton
Leonardo Jardim.
Leonardo Jardim.
Mynd: Getty Images
Það er fastlega búiast við því að Duncan Ferguson verði áfram við stjórnvölinn hjá Everton þegar liðið mætir Manchester United á sunnudag.

Ferguson er sem bráðabirgðastjóri hjá Everton og stýrði liðinu til óvænts 3-1 sigurs gegn Chelsea á laugardag.

Marco Silva var rekinn frá Everton síðasta fimmtudag en Vitor Pereira, þjálfari Shanghai SIPG í Kína, og David Moyes, fyrrum stjóri Everton, eru þeir sem hafa hvað mest verið orðaðir við starfið.

Mirror segir að Leonardo Jardim, stjóri Mónakó, sé einnig á blaði Everton og sama má segja um Ralf Rangnick sem hefur verið yfir þróunarmálum hjá Red Bull íþróttafjölskyldunni.

Þá hefur Everon einnig áhuga á Erik ten Hag, stjóra Ajax. Mauricio Pochettino og Carlo Ancelotti hafa verið í umræðunni en þeir hafa víst ekki áhuga á starfinu.

Everton er rétt fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner