Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. desember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Pablo Fornals segist hafa vanmetið ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Pablo Fornals segist ekki hafa áttað sig á því hversu öflug gæði eru í ensku úrvalsdeildinni fyrr en hann fór að spila í deildinni í sumar.

Fornals kom til West Ham frá Villarreal á 24 milljónir punda í sumar en hefur ekki náð að gera mikið á fyrstu mánuðunum á Englandi.

„Þessi deild er ótrúleg. Margir segja að þetta sé besta deild í heimi en þú skilur það ekki fyrr en þú upplifir það sjálfur," sagði Fornals.

„Allir leikvangarnir eru fullir og stuðningsmennirnir eru ótrúlegir því þeir fylgja okkur hvert sem er."

„Ákefðin og styrkleikinn í deildinni er allt öðruvísi en á Spáni og ég elska það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner