Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 09. desember 2019 10:58
Magnús Már Einarsson
Everton fundaði með Emery
Mynd: Getty Images
Everton hitti Unai Emery, fyrrum stjóra Arsenal, á fundi á dögunum en félagið hefur áhuga á að fá hann til starfa.

Emery var rekinn frá Arsenal í lok síðasta mánaðar en hann ku vilja meiri frí frá fótbolta áður en hann tekur að sér nýtt starf.

Því er ólíklegt að hann taki við Everton að svo stöddu.

Emery vill bæta enskukunnáttu sína en hann er til í að starfa á Englandi, Spáni eða Ítalíu í framtíðinni.

Talið er að Vitor Pereira, þjálfari Shanghai SIPG, sé efstur á óskalistanum hjá Everton í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner