Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. desember 2019 13:18
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Ágreiningur innan FH
Kaplakriki, heimavöllur FH.
Kaplakriki, heimavöllur FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimleikafélag Hafnarfjarðar heldur áfram að vera í umræðunni vegna fjárhagsmála. Reglulega er fjallað um að félagið sé ekki að standa við launagreiðslur til leikmanna.

Fréttablaðið fjallar um það í dag að Barna- og unglingaráð (BUR) hafi á dögunum sagt af sér eftir að eftir að stjórn knattspyrnudeildar félagsins tók pening af reikningum sem BUR vildi ekki lána.

„Þetta var lán, það var ekki verið að taka neina peninga. En þau sem voru í BUR vildu ekki lána peninginn. En það er kominn annar tónn í stjórn BUR núna," sagði Viðar Halldórsson, formaður FH, við Benedikt Bóas Hinriksson á Fréttablaðinu.

Verið er að funda um ágreininginn en í yfirlýsingu sem send var til foreldra iðkenda í FH er sagt að allir séu staðráðnir í því að tryggja að starfið fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara haldist óbreytt.
Athugasemdir
banner
banner
banner