Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. desember 2019 23:30
Aksentije Milisic
Klopp segist hafa viljað halda Wilson í hópnum í vetur
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur sagt að hann hefði ekki látið Harry Wilson, leikmann liðsins, fara á lán á þessu tímabili ef að hann hefði átt „annað val" í félagsskiptaglugganum síðasta sumar.

Klopp viðurkennir að ef Harry hefði orðið eftir í Liverpool yrði spiltími hans ekki mikill en hann bætti því við að hann hefði elskað að hafa leikmanninn hjá sér.

Klopp hefur mikla trú á Wilson og lánaði hann leikmann til þess að þróa leik sinn enn frekar.

„Að sjálfsögðu getur hann staðið sig vel hjá Liverpool í framtíðinni. Þess vegna lánaði ég hann, til þess að hann geti þróað leik sinn áfram," sagði Klopp.

„Þetta hefði verið erfitt fyrir Harry hér núna en ég hefði elskað að hafa hann ef við hefðum getað, sérstaklega þegar Shaqiri var meiddur. Ég var ánægður með að hann mátti ekki spila gegn okkur í síðasta leik. Hann er með frábæra skottækni og það er stór hluti af leik hans. En hann er hjá Bournemouth til þess að bæta sig í öðrum hlutum leiksins líka."

Harry Wilson hefur skorað sex mörk í fjórtán leikjum fyrir Bournemouth á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner