Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 09. desember 2019 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daryl Murphy var leynilega dæmdur í bann fyrir kokaín notkun
Fagnar marki með Bolton í vetur.
Fagnar marki með Bolton í vetur.
Mynd: Getty Images
Í treyju Forest.
Í treyju Forest.
Mynd: Getty Images
Fyrrum framherji írska landsliðsins hefur greint frá því að hann hafi leynilega tekið út bann hjá knattspyrnusambandinu vegna kokaín notkunar á djamminu.

Murphy, sem spilar í dag með Bolton, sagði frá því við The Athletic að hann sé ekki stoltur af athæfi sínu sem varð til þess að hann var í banni í sex vikur á síðustu leiktíð. Þá var hann leikmaður Notthingham Forest.

Murphy segir þetta hafa verið slæma ákvörðun og hafi einungis verið eitt skipti.

„Fyrst langar mig að segja að ég mæli á engan hátt með notkun á eiturlyfjum. Ég tók út leikbann í upphafi síðustu leiktíðar vegna slæmrar ákvörðunar á djamminu. Mótið var ekki byrjað á þeim tímapunkti. Ég sá strax eftir þessu."

„Ég er alls ekki stoltur af því sem ég gerði og langar að gleyma því og einbeita mér að fótboltaferli mínum,"
sagði Murphy við The Athletic.

Murphy var ekki nefndur á nafn á sínum tíma vegna stefnu knattspyrnusambandsins að nefna ekki leikmenn sem hafa notað eiturlyf. Hann tók út bannið í leynd frá október til desember á síðustu leiktíð.

Hinn 36 ára gamli Murphy gekk í raðir Bolton fyrir þessa leiktíð og hefur skorað fimm mörk í tíu leikum á leiktíðinni. Bolton er á botni League 1, þriðju efstu deildar. Murphy lék á sínum landsliðsferli 32 landsleiki fyrir Írland en hætti að leika með liðinu árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner