Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. desember 2019 22:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Martinelli sá yngsti hjá Arsenal til að skora í fraumraun sinni
Mynd: Getty Images
Gabriel Martinelli var í kvöld í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur byrjað leiki í Evrópudeildinni og deildabikarnum frá komu sinni til Arsenal en hafði fyrir kvöldið í kvöld einungis komið við sögu sem varamaður í deildinni frá því að hann gekk í raðir félagsins í sumar.

Martinelli skoraði jöfnunarmark Arsenal í 1-3 útisigri á West Ham í kvöld. Markið kom á 60. mínútu eftir fyrirgjöf frá Sead Kolasinac. Seinni mörkin tvö hjá Arsenal komu á næstu níu mínútum.

Markið í kvöld gerði Martinelli að yngsta leikmanni í sögu Arsenal til að skora í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í deildarleik. Martinelli er tæplega 18 og hálfs árs gamall sóknarmaður frá Brasilíu.


Athugasemdir
banner