Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. desember 2019 10:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Solskjær: Rashford getur orðið jafn góður og Ronaldo
Rashford verið flottur á þessu tímabili undir stjórn Ole
Rashford verið flottur á þessu tímabili undir stjórn Ole
Mynd: Getty Images
Stjóri Manchester United, Ole Gunnar Solskjær telur að Marcus Rashford geti orðið jafn góður og einn besti knattspyrnuleikmaður allra tíma, Cristiano Ronaldo. En þetta kom fram á Sky Sports í gær. Solskjær telur að það sé auðvelt að bera þá tvo saman.

Mark Rashford seinasta laugardag í sigri Manchester United gegn Manchester City var 16. mark hans á tímabilinu fyrir í öllum keppnum fyrir Man Utd. og England.

Rashford hefur verið að standa sig vel upp á síðkastið á vinstri kantinum sem er sama staða og Ronaldo var í hjá Manchester United áður en hann var seldur til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009.

"Báðir hafa þeir hæfileika, líkamsburði, hegðun til fyrirmyndar, bara allt sem þarf, hann hefur mjög góðar líkur til þess að verða algjörlega frábær leikmaður, við skulum bara vona að hann heldur svona áfram" Sagði Solskjær.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Normaðurinn hefur líkt Ronaldo og Rashford saman en eftir mögnuðu aukaspyrnu Rashford gegn Chelsea í deildarbikarnum fyrr á tímabilinu þá sagði Solskjær að hún hefði klárlega minnt á Ronaldo.

Rashford er kominn í tveggja stafa tölu í markaskorun hingað til á tímabilinu en þetta er bara í annað skipti sem honum hefur tekist það.

Ole Gunnar Solskjær hefur einnig talað um að það sé meiri pressa á Rashford að skora fleiri mörk eftir að Romelu Lukaku var seldur á 75 milljónir punda til Inter Milan í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner