Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. desember 2019 11:03
Elvar Geir Magnússon
Bandarískur viðskiptajöfur vill eignast Chelsea
Todd Boehly.
Todd Boehly.
Mynd: Getty Images
Bandarískur viðskiptajöfur gerði tilboð í Chelsea í síðasta mánuði en því var hafnað af Roman Abramovich. Financial Times greinir frá þessu.

Todd Boehly, meðeigandi í hafnaboltaliðinu Los Angeles Dodgers, ku hafa áhuga á að eignast enska úrvalsdeildarfélagið.

Þær fréttir bárust í sumar að Boelhy hefði áhuga á að eignast enskt fótboltafélag og skoðaði hann bæði Chelsea og Tottenham.

Hann telur möguleika sína á að kaupa Chelsea vera meiri þar sem óvissa ríkir um áhuga Abramovich að eiga félagið til framtíðar.

Chelsea hefur verið í eigu Abramovich síðan 2003. Rússinn hefur ekki mætt á heimaleik á þessu ári en hann fékk ekki framlengda vegabréfsáritun í Bretlandi. Hann dró þá umsókn sína til baka og hafa stuðningsmenn rætt um að hann sé mögulega að reyna að selja félagið.

Líklegt er talið að Boehly geri annað tilboð í Chelsea en verðmiði Abramovich er sagður hljóða upp á 3 milljarða punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner