banner
   þri 10. desember 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti næsti stjóri Arsenal?
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal gæti reynt að fá Carlo Ancelotti sem næsta stjóra liðsins, Calciomercato á Ítalíu greinir frá þessu.

Arsenal er án stjóra eftir að Unai Emery var rekinn fyrir tveimur vikum. Freddie Ljungberg er bráðabirgðastjóri.

Ancelotti er stjóri Napoli en gæti viljað snúa aftur til Englands þar sem hann átti vel heppnaða dvöl við stjórnvölinn hjá Chelsea.

Þa hefur gustað hjá Napoli á tímabilinu og liðið er í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar sem er vel undir væntingum.

Sögusagnir eru um að Ancelotti gæti misst starfið hjá Napoli og að Gennaro Gattuso sé á blaði hjá æðstu mönnum félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner