Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. desember 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Mbappe ósáttur hjá PSG
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Spænska blaðið Marca segir að Kylian Mbappe hafi ekki sýnt neinn áhuga á að gera nýjan samning við Paris Saint-Germain.

Franski sóknarmaðurinn er bundinn til 2022 en PSG á erfitt með að uppfylla metnað leikmannsins. Þá eru áhyggjur af hegðun þessa tvítuga leikmanns í undanförnum leikjum.

Mbappe var tekinn af velli af stjóranum Thomas Tuchel í síðustu tveimur deildarleikjum og brást í bæði skiptin illa við.

Real Madrid fer ekki leynt með áhuga sinn á Mbappe sem er einn besti sóknarleikmaður heims þrátt fyrir ungan aldur.

Mbappe vann HM með Frökkum á síðasta ári og vill ólmur fá gull í Meistaradeildinni á ferilskrá sína og vinna Ballon d'Or gullknöttinn.

Le Parisien segir að PSG sé með risatilboð á borðinu fyrir Mbappe, samning til 2025. En það verður hægara sagt en gert að fá Mbappe til að skrifa undir.
Athugasemdir
banner
banner
banner