þri 10. desember 2019 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland: Salzburg vinnur 3-1 og ég skora þrennu
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Erling Braut Haaland er í byrjunarliði RB Salzburg sem tekur á móti Liverpool í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í Meistaradeildina og er búinn að skora átta mörk í fimm leikjum.

Hann er aðeins 19 ára gamall og hefur einnig verið að raða inn mörkunum í austurrísku deildinni þar sem hann er kominn með 16 mörk í 14 leikjum.

Viðureign Salzburg og Liverpool er farin af stað en fyrir leik gaf Haaland skemmtilegt viðtal í Noregi.

„Ég er búinn að segja við vini mína sem halda með Liverpool að þeir verði að halda með Salzburg í kvöld," sagði Haaland við TV 2.

„Það væri gaman að slá þá út. Salzburg vinnur leikinn 3-1 og ég skora þrennu. Við höfum verið mjög góðir í ár og þetta er bara fótboltaleikur, ellefu á móti ellefu. Auðvitað eigum við raunhæfan möguleika."
Athugasemdir
banner
banner
banner