Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 11. desember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hólmar Örn bestur í Búlgaríu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson er búinn að vera besti leikmaður tímabilsins í efstu deild í Búlgaríu hingað til.

Hólmar Örn glímdi við erfið meiðsli en kom til baka um miðjan september og hefur síðan þá byrjað alla tólf leiki Levski Sofia og skorað þrjú mörk.

Tölfræðirisinn InStat sér um að safna og vinna úr tölfræði úr búlgarska boltanum og hefur Hólmar verið bestur hingað til. Hann er með 290 stig fyrir frammistöðu sína hingað til í haust, þremur stigum meira en Dinish Almeida, varnarmaður Lokomotiv Plovdiv.

Levski er í öðru sæti deildarinnar sem stendur, fimm stigum eftir Ludogorets.

Tíu bestu leikmenn deildarinnar í haust:
1. Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski, varnarmaður) - 290 stig
2. Dinis Almeida (Lokomotiv Plovdiv, varnarmaður) - 287
3. Ivan Goranov (Levski, varnarmaður) - 285
4. Paulinho (Levski, sóknarmaður) - 284
4. Rafael Forster (Ludogorets, varnarmaður) - 284
4. Rodrigo Enrique (Cherno More, sóknarmaður) - 284
7. Eliton (Lokomotiv Plovdiv, miðjumaður) - 283
8. Georgino Intima (Ludogorets, sóknarmaður) - 276
9. Plamen Iliev (Ludogorets, markvörður) - 275
10. Stefan Budji (Ludogorets, miðjumaður) - 274
Athugasemdir
banner
banner
banner