Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. desember 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Tottenham mega ekki horfa á tapið gegn Bayern
Mynd: Getty Images
Tottenham heimsækir Bayern München í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Úrslit leiksins skipta engu máli þar sem Bayern er búið að tryggja sér toppsæti riðilsins og eru lærisveinar Jose Mourinho öruggir með annað sætið.

Bayern vann fyrri leik liðanna 2-7 á heimavelli Tottenham þegar Mauricio Pochettino var enn við stjórnvölinn. Mourinho segir að myndir og myndskeið úr leiknum séu með öllu bönnuð á æfingasvæði Tottenham.

„Ég er búinn að banna myndir og myndbönd frá tapinu. Ég er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum en strákarnir eiga ekki að vera að horfa á hann," sagði Mourinho, sem ætlar að tefla fram varaliði í München.

Harry Kane, Dele Alli, Jan Vertonghen og Serge Aurier ferðuðust ekki með hópnum til Þýskalands og þá eru Hugo Lloris, Michel Vorm, Ben Davies, Erik Lamela, Harry Winks og Tanguy Ndombele allir frá vegna meiðsla.

Því munu ungir leikmenn fá stórt tækifæri á erfiðum útivelli.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir þessa stráka til að sýna hvað þeir geta. Það er oft mikill munur á leikmanni á æfingu og í keppnisleik. Það eru margir hérna sem ég hef ekki fengið að sjá í keppnisleik frá því að ég tók við. Þetta er þeirra tækifæri."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner