Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. desember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld - Dregið á mánudag
Mohamed Salah og félagar í Liverpool tryggðu sætið í 16-liða úrslitunum í gær.
Mohamed Salah og félagar í Liverpool tryggðu sætið í 16-liða úrslitunum í gær.
Mynd: Getty Images
Fer Atletico Madrid áfram í kvöld?
Fer Atletico Madrid áfram í kvöld?
Mynd: Getty Images
Real Madrid endar í öðru sæti í sínum riðli.
Real Madrid endar í öðru sæti í sínum riðli.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld en dregið verður í 16-liða úrslit í Nyon á mánudaginn klukkan 11:00.

14 lið eru þegar örugg áfram fyrir leiki kvöldsins en ennþá er spenna í C og D-riðli þar sem barist er um að komast áfram.

Liðin sem eru komin áfram
Barcelona, Bayern Munchen, Juventus, RB Leipzig, Manchester City, Paris Saint-Germain, Real Madrid, Tottenham, Liverpool, Napoli, Valencia, Chelsea, Borussia Dortmund, Lyon

16-liða úrslitin hefjast 18. febrúar en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram í Istanbul þann 30. maí.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir leiki kvöldsins.

A-riðill:
1. PSG 13 stig
2. Real Madrid 8
3. Club Brugge 3
4. Galatasaray 2

Lokaumferðin: PSG - Galatasaray og Club Brugge - Real Madrid í dag.

Frakklandsmeistararnir eru búnir að vinna riðilinn með markatöluna 12-2. Real Madrid endar í öðru sæti.

B-riðill:
1. Bayern München 15
2. Tottenham 10
3. Rauða stjarnan 3
4. Olympiakos 1

Lokaumferðin: Bayern - Tottenham og Olympiakos - Rauða stjarnan í dag.

Bayern München er með besta árangur allra liða í riðlakeppninni, fullt hús. Tottenham er öruggt í öðru sæti en hin tvö lið riðilsins leika úrslitaleik um Evrópudeildarsæti.

C-riðill:
1. Man City 11
2. Shaktar Donetsk 6
3. Dinamo Zagreb 5
4. Atalanta 4

Lokaumferðin: Shaktar - Atalanta og Dinamo Zagerb - Man City í dag.

Englandsmeistarar Manchester City enda í efsta sæti riðilsins. Shaktar þarf að vinna Atalanta til að vera öruggt með að fylgja áfram. Dinamo og Atalanta eiga enn möguleika á að fylgja City.

D-riðill:
1. Juventus 13
2. Atletico Madrid 7
3. Bayer Leverkusen 6
4. Lokomotiv Moskva 3

Lokaumferðin: Atletico - Lokomotiv og Leverkusen - Juventus í dag.

Ítalíumeistararnir enda í efsta sæti. Atletico tekur annað sætið með sigri á Lokomotiv en Bayer Leverkusen þarf að vinna Juventus og vonast eftir því að Spánverjarnir misstígi sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner