Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. desember 2019 13:15
Magnús Már Einarsson
Emil Hallfreðs æfir með Calcio Padova
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson er mættur til æfinga hjá Calcio Padova á Ítalíu en félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Calcio Padova er í 3. sæti í Serie C og í baráttu um að komast upp í Serie B.

Emil hefur verið félagslaus síðan í sumar þegar samningur hans hjá Udinese rann út.

Emil er nú mættur til æfinga hjá Calcio Padova og möguleiki er á að hann semji þar.

Hinn 35 ára gamall þekkir ítalska boltann inn og út en hann hefur spilað þar í landi frá því árið 2010 með Verona, Udinese og Frosinone.

Emil hefur aðallega spilað í Serie A en hann byrjaði þó á að leika með Verona í Serie C árið 2010 og síðar Serie B.
Athugasemdir
banner
banner