Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. desember 2019 17:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aðdáandi truflaði Lineker í miðjum klíðum
Mynd: Twitter
Gary Lineker, fyrrum framherji Barcelona, Tottenham, Everton og enska landsliðsins, starfar í dag sem þáttastjórnandi í Match of the Day sem og í kringum Meistaradeildina hjá BT Sport.

Hann er einnig með sitt eigið hlaðvarp, Behind Closed Doors. Í nýjasta þættinum segir hann frá ansi skrautlegri sögu.

Lineker var að njóta ásta með kærustu sinni í bíl sínum snemma á knattspyrnuferlinum. Aðdáandinn truflað hann um það bil þegar Lineker var að ná hámarki og segir Lineker það hafa haft áhrif á því hvernig hann kláraði færi sem knattspyrnumaður.

Lineker átti á þeim tíma FIAT bifreið með nafninu sínu á hliðinni. Aðdáandi bankaði á rúðuna, sem öll var í móðu, og truflaði Lineker og Michelle Cockayne í miðjum klíðum.

„Þegar vikulaunin mín voru 100 pund og ég var að hitta móður strákanna minna þá var ég á merktum bíl. Fiat Uno merktum 'Gary Lineker keyrir' út um allt á bílnum. Það var vandræðalegt."

„Við vorum á sveitarvegi einum og stöðvuðum bílinn...'bam, bam, bam' og móða myndaðist á rúðunum."

„Allt í einu bankaði einhver á rúðuna og það heyrist: 'Gary, við vitum að þú ert þarna lagsmaður'. Talandi um að missa vindinn úr seglunum. Ég kláraði ekki í það skiptið,"
sagði Lineker.
Athugasemdir
banner
banner