Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. desember 2019 20:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterling: Phil Jones væri stoltur
Sterling lét vaða á markið.
Sterling lét vaða á markið.
Mynd: Getty Images
Manchester City sigraði Dinamo Zagreb í Króatíu í kvöld. Leikurinn var lokaleikur liðanna í Meistaradeildinni.

Leikurinn endaði 1-4 eftir að heimamenn komust yfir. Gabriel Jesus skoraði þrennu og Phil Foden eitt mark fyrir City. Stjóri City, Pep Guardiola, gerði átta breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Manchester United í úrvalsdeildinni á laugardag.

Raheem Sterling var einn af þeim sem var hvíldur í dag. Serling kom inn á í seinni hálfleik. Það var hlegið að Sterling vegna svipbrigða hans í leiknum, þau voru furðuleg þegar hann tók skot að marki Zagreb.

Sterling tók þessu gríni vel og ákvað að nýta tækifærið og skaut á Phil Jones, leikmann United. Jones er þekktur fyrir skrítin svipbrigði inn á knattspyrnuvellinum.

Sterling birti mynd af sjálfum sér og skrifaði: „Phil Jones væri stoltur," við færsluna sem má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner