mið 11. desember 2019 21:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Ronaldo á skotskónum og Atletico tryggði sig áfram
Ungir Brassar á skotskónum hjá Real - Bayern tapaði ekki stigi í riðlinum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Riðlar A, B og D voru rétt í þessu að klárast í Meistaradeildinni.

Byrjum yfirferðina í A-riðli þar sem PSG sigraði riðilinn örugglega. Liðið sigraði Galatasaray sannfærandi í kvöld. Mbappe, Neymar og Icardi skoruðu og Cavanni gerði það einnig, eftir að hafa komið inn á fyrir Icardi.

Tveir ungir Brasilíumenn skoruðu fyrstu tvö mörk Real í útisigri á Club Brugge. Vinicius Jr og Rodrygo með mörkin, báðir eru þeir á táningsaldri, björt framtíð þar. Luka Modric innsiglaði sigur Real með marki í uppbótartíma, Club Brugge fer áfram í Evrópudeildina.

Riðill A
Paris Saint Germain 5 - 0 Galatasaray
1-0 Mauro Icardi ('33 )
2-0 Pablo Sarabia ('35 )
3-0 Neymar ('47 )
4-0 Kylian Mbappe ('63 )
5-0 Edinson Cavani ('84 , víti)

Club Brugge 1 - 3 Real Madrid
0-1 Rodrygo ('53 )
1-1 Hans Vanaken ('55 )
1-2 Vinicius Junior ('64 )
1-3 Luka Modric ('90 )

Í B-riðli mætti Jose Mourinho með mikið breytt lið til Munchen. Bæði lið voru örugg áfram en með sigri færi Bayern í gegnum riðilinn án þess að tapa stigi. Kingsley Coman kom Bayern yfir á 14. mínútu en rúmum tíu mínútum seinna meiddist hann illa og verður líklega lengi frá vegna meiðsla.

Ryan Sessegnon byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Tottenham og skoraði hann jöfnunarmark Tottenham í leiknum. Thomas Muller kom heimamönnum á ný fyrir hálfleik og Philipe Coutinho innsiglaði sigurinn í seinni hálfleiknum.

Í Grikklandi var spilað um Evrópudeildarsætið. Rauða Stjarnan fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki. Olympiakos fékk vítaspyrnu á 87. mínútu og þar kom markið sem tryggði liðið inn í Evrópudeildina.

Riðill B
Bayern 3 - 1 Tottenham
1-0 Kingsley Coman ('14 )
1-1 Ryan Sessegnon ('20 )
2-1 Thomas Muller ('45 )
3-1 Philippe Coutinho ('64 )

Olympiakos 1 - 0 Crvena Zvezda
0-0 Tomane ('43 , Misnotað víti)
1-0 Youseff El Arabi ('86 , víti)

Í D-riðli tryggði Atletico Madrid sig áfram í 16-liða úrslit með sigri á Lokomotiv. Joao Felix skoraði úr vítaspyrnu á 17. mínútu og Felipe innsiglaði sigurinn í seinni hálfleik. Hægri bakvörðurinn Kieran Trippier tók óvænt vítaspyrnu í upphafi leiks fyrir Atletico og var spyrnan varin frá honum.

Í Þýskalandi sigraði Juventus lið Leverkusen. Cristiano Ronaldo kom Juve yfir á 75. mínútu og Gonzalo Higuain tryggði sigurinn undir lokin, bæði mörkin komu eftir undirbúning frá Paolo Dybala sem kom inn á sem varamaður. Leverkusen fer í Evrópudeildina úr þessum riðli.

Atletico Madrid 2 - 0 Lokomotiv
0-0 Kieran Trippier ('2 , Misnotað víti)
1-0 Joao Felix ('17 , víti)
2-0 Felipe ('54 )

Bayer 0 - 2 Juventus
0-1 Cristiano Ronaldo ('75 )
0-2 Gonzalo Higuain ('90 )

Athugasemdir
banner
banner
banner