Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. desember 2019 16:17
Fótbolti.net
Treyja bætist við boltann á uppboðinu fyrir Aron
Treyjan sem fylgir með áritaða boltanum.
Treyjan sem fylgir með áritaða boltanum.
Mynd: Liverpool
Aron ásamt landsliðsmönnunum Alfreð Finnbogasyni og Gylfa Sigurðssyni.
Aron ásamt landsliðsmönnunum Alfreð Finnbogasyni og Gylfa Sigurðssyni.
Mynd: .
Aron Sigurvinsson lenti í alvarlegu bílslysi um verslunarmannahelgina síðustu. Hann barðist fyrir lífi sínu fyrstu dagana og hefur síðan gengist undir margar aðgerðir og erfiða endurhæfingu.

Hannu tví-hálsbrotnaði í slysinu og hlaut mikla innvortis áverka.

Í einni af rannsóknunum vegna hálsbrotsins kom óvænt í ljós að hann er með krabbamein í eitlum í hálsi. Glíman við krabbameinið bætist þannig við endurhæfingu Arons eftir bílslysið.

Á fundi fulltrúa Liverpool skólans á Íslandi með yfirmönnum Liverpool International Academy í höfuðstöðvum Liverpool á dögunum vaknaði sú hugmynd að bjóða upp bolta sem er áritaður af Liverpool liðinu til styrktar Aroni.

Liverpool frétti af góðum gangi í uppboðinu og því mun fylgja með boltanum treyja Liverpool frá árinu 1978. Um er að ræða treyju sem er árituð af Roy Evans og Jimmy Case en treyjuna má sjá hér til hliðar.

Uppboðinu á boltanum lýkur annað kvöld og mun treyjan fylgja með boltanum til þess sem býður hæstu upphæðina.

Aron er harður stuðningsmaður Liverpool og hefur tvívegis verið aðstoðarþjálfari í Liverpool skólanum á Íslandi.

Samstarf Liverpool og Aftureldingar síðustu 9 ár hefur verið einstaklega farsælt og var það auðsótt mál þegar Afturelding óskaði eftir framlagi frá Liverpool til að geta stutt við Aroni og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Aron lék með yngri flokkum Aftureldingar og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins fyrir nokkrum árum.

Uppboðið á fótboltanum fer fram hér á Fótbolta.net og stendur til miðvikudagsins 18. Desember kl 21:00

UPPFÆRT: Hæsta boð er 600 þúsund krónur.

Bjóddu í boltann með því að senda á [email protected] og merktu póstinn "Uppboð til styrktar Aroni".
Athugasemdir
banner
banner
banner